Ég lifi í núinu - ekkert er sjálfgefið!

Um mig
Ég er fædd og uppalin í sveit í Borgarfirði. Þar ólst ég upp ásamt ömmu, afa og frænda, mömmu og  pabba og fimm yngri systkinum.
Ég byrjaði ung að syngja og dansa og dreymdi um að verða leikkona þegar ég yrði stór... þannig að núna er ég sennilega loksins orðin stór.

Í dag er ég gift, tveggja barna móðir og er endalaust þakklát fyrir að fylgja hjartanu og láta draumana mína rætast. Ég fæddist ekki með silfurskeið í munninum og hef þurft að glíma við ýmis verkefni á lífsleiðinni, en það magnaða við þessi verkefni er að þau skilja eftir sig lífsreynslu sem mótar mann sem manneskju og er mjög þakkarverð gjöf að hafa í farteskinu sem leikari!

Hæð: 173 cm
Hárlitur: brúnn
Augnlitur: grænn
Tungumál: íslenska, enska, danska/skandinavíska
Hæfileikar: söngur og línudans/countrydans m.a.

Menntun og starfsreynsla
Menntun
  • Kvikmyndaskóli Íslands diploma - leiklist - 2024.
  • Dans og jógastöðin - Línudans - 2009 - 2022.
  • Iceland Casting  - Masterclass í senuvinnu - 2021.
  • Iceland Casting - Grunnur í senuvinnu - 2020.
  • Eldar og Skuggi - Leiklistarnámskeið - 2020.
  • Improv Ísland - Spunanámskeið - Haraldurinn 1, 2 og 3 - 2019 - 2020.
  • Workshop í Borgarleikhúsinu - Lucid body, physical acting hjá Kennedy Brown - 2019.
  • Leiktækniskólinn - Framhaldsnámskeið - 2019.
  • Leiktækniskólinn - Byrjendanámskeið - Chekhov tæknin - 2019.
  • Háskóli Íslands - Hjúkrunarfræði - 2012. 
  • Nýji tölvu- og viðskiptaskólinn - TOK próf - 2006.
  • Fjölbrautarskóli Vesturlands - Stúdentspróf, náttúrufræðibraut - 2001.
  • Varmalandsskóli - Grunnskólapróf - 1998.
Starfsreynsla
  • Innkaupafulltrúi hjá Pennanum - 2007 - 2015.
  • Sölumaður hjá Volare - 2006 - 2010.
  • Medico ehf. - Sölumaður og bókari hjá heildverslun - 2006 - 2007.
  • Skór.is - Sölumaður í skóverslun í Kringlunni - 2003 - 2005.
  • Café blue - þjónn - 2001 - 2003.
Fyrri verkefni
Myndir og sjónvarpsþættir
  • Draumar - 2024. Roman Ægir Fjölnisson.
  • Tár úr sementi - 2024. Elvar Gunnarsson.
  • Ótti - 2023. Fjölnir Baldursson.
  • Hjartabrot - 2021. Stefán Arnar Bragason.
  • Norms - 2021. Júlía Margrét Einarsdóttir.
  • Rán - 2020. Fjölnir Baldursson.
  • Fósturbörn - 2020. Stöð 2.
  • Amsterdam beibí - 2019. Ingimar Róbertsson.
  • Ásamt yfir 20 aukahlutverk sem ég hef leikið.

Leikhús
  • Það sem gerist á Hvammstanga verður eftir á Hvammstanga - 2023. Þórunn Erna Clausen.
  • Að þvo syndirnar með þvottinum - 2023. Rúnar Guðbrandsson.
  • Nemendasýning í Tjarnarbíó - 2019. Leiktækniskólinn.
  • Borð fyrir tvo í uppsetningu leikfélags Stafholtstungna - 1998. Þórunn Magnea Magnúsdóttir.
  • Stone free - 1996. Skólasýning.

Auglýsingar
  • Mfitness - 2023
  • BYKO - 2023
  • Veitur - 2022
  • Síminn, Enski boltinn - 2021

Skólaverkefni
  • Skref fyrir skref - 2024. Útskriftarmynd.
  • Skrifstofan - 2024. Útskriftarmynd.
  • Dýpi viskunnar - 2024. Útskriftarmynd.
  • Sveiflur - 2023. Útskriftarmynd.
  • Á línunni - 2023. Lokamynd.
  • Eto the influencer - 2022. Útskriftarmynd.
  • Ásamt fullt af öðrum smærri myndum.