Ég er fædd og uppalin í sveit í Borgarfirði. Þar ólst ég upp ásamt ömmu, afa og frænda, mömmu og pabba og fimm yngri systkinum. Ég byrjaði ung að syngja og dansa og dreymdi um að verða leikkona þegar ég yrði stór... þannig að núna er ég sennilega loksins orðin stór.
Í dag er ég gift, tveggja barna móðir og er endalaust þakklát fyrir að fylgja hjartanu og láta draumana mína rætast. Ég fæddist ekki með silfurskeið í munninum og hef þurft að glíma við ýmis verkefni á lífsleiðinni, en það magnaða við þessi verkefni er að þau skilja eftir sig lífsreynslu sem mótar mann sem manneskju og er mjög þakkarverð gjöf að hafa í farteskinu sem leikari!
Hæð: 173 cm Hárlitur: brúnn Augnlitur: grænn Tungumál: íslenska, enska, danska/skandinavíska Hæfileikar: söngur og línudans/countrydans m.a.